4.6.2010 | 18:04
Myndir
Sælar allar saman og takk fyrir síðast. Þetta var nú aldeilis skemmtilegt :-)
Er ekki einhver sem er til í að setja inn nokkrar myndir hérna á Bloggið okkar ?? Það væri nú voða gaman er það ekki.
Skál fyrir ljósmyndurunum
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2010 | 20:11
Æfing
Sælar, eru ekki allar sem ætla með vestur búnar að borga ??
það verður æfing þriðjudaginn 25. maí. Þá dreifum við dagskránni en hún er í grófum dráttum hér fyrir neðan.
Hlakka til að sjá ykkur allar aftur, þetta verður bara stuð ;-)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2010 | 22:37
Hér er ferðaplan fyrir ísafjörð
Flug = 17,130,- Flogið á fimmtudag 27.5 kl.08:40 og heim sunnudag 30.5 Kl. 13:20
Hótel= gisting í tveggja manna herbergi með morgunmat og kostar 21.000 á mann
Ferðir= Ráðgert er að fara í ferð á fimmtudag og myndi rúta þá sækja okkur á flugvöllinn og fara með okkur í c.a. 6 tíma ferð : innan í sviga er bréf frá rútu fyrirtækinu ( Nú er ég loksins búin að skipuleggja 5-6 tíma ferð með ykkur það er þessi 3 tíma ferð sem Vesturferðir buðu þér í henni er Ósvör, Hólmskirkja, safn í Neðstakaupstað á Ísafirði.
En við þetta tvinnaði ég skoðun á Náttúrugripasafninu, Dúkkusafninu Flateyri, elstu Bókabúðina, Víkingaslóðir á Þingeyri þar verður sett fyrir ykkur leikrit gísla sögu súrsonar.
Svo eigum við möguleika á því að skoða á heimleið elstu vélsmiðju hér sem er orðin bara safn og þessi pakki mun taka 5-6 tíma og verð miðað við 30-40 manns mun kosta 6,500 per mann.
Allt innifalið rúta og söfn Kv. Trausti Magnús)
Vorum við að spá í að halda stutta tónleika í þessarri ferð.
Á föstudagskvöld er svo ætlunin að halda tónleika á Ísafirði.
Svo gætum við farið út í Vigur á laugardag , það tekur c.a. 3 tíma og kostar 5800,- . Svo er matur um kvöldið og horfum á eurovision. Matur kostar c.a. 4500 - 5500
Er þá kostnaðurinn í kringum 55 56.000.- En konur þurfa þá að sjá sér fyrir öllum mat á fimmtudag og föstudag.
Flug+gisting=38,130,-
Ferðir=12,300,-
Matur=c.a. 5500,-
Samtal 55,930,-
Og endilega muna að senda Nafn og kennitölu á reginar69@msn.com sem allra fyrst.
Kv. Regína
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2010 | 11:29
Læra texta
Endilega læra textana við eftirfarandi lög:
Kenndu mér að kyssa rétt
Bara að hann hangi þurr
Í dans með þér (Djarfur rúmbudansinn dunar...)
Cyrano (rosa texti þar á ferð :o)
Muna svo æfingadag á Goðalandi 14. mars kl. 11.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 14:03
Æfingardagur, breytt dagsetning
Sælar
Mynni á breyttan æfingardag, verður sunnudaginn 14.3. kl 111.00 á Goðalandi.
Kveðja Olga
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2010 | 09:23
Besti Barkinn !!!
BESTI BARKINN
Söngvarakeppnin Besti barkinn verður haldin í Hvoli Hvolsvelli föstudagskvöldið 5. mars n.k. Söngmenn og konur brýnið nú barkana og skráið ykkur í þessa stórskemmtilegu keppni. Keppnin fer fram með frjálsri aðferð og mega keppendur vera með einstaklings eða (lítil) hópatriði. Hljómsveit hússins sér um undirspil ef þess er óskað. Veitt verða verðlaun fyrir besta flutning, besta búninginn, frumlegasta atriðið og öflugasta klappliðið. Öllum er heimil þátttaka, aldurstakmark 18 ár. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Hlyni í síma 893-8190. Karlakór Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá, Samkór Rangæinga og Gospelkór Suðurlands.Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 15:13
Raddþjálfun, nýtt skjal
Þá er komið plan fyrir raddþjálfarnir. Búinn að setja skjalið aftur inn nú ætti þetta að virka
Ef einhver getur ekki mætt á tilsettum tíma þá finnið þið einhvern til að býtta við sjálfar.
Ef einhver kemst alls ekki láta þá Eyrúnu vita.
Tónlist | Breytt 8.2.2010 kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 10:16
Æfing þriðjudag 2.2.2010
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 20:51
Geisladiskur
Geisladiskur
Þeir sem hafa áhuga á að eignast geisladiskinn Fljóðaljóð með Kvennakórnum Ljósbrá geta sent póst á omargret@simnet.is eða hringt í Margréti Hörpu í síma 868-2543. Geisladiskurinn kostar kr. 1800. Þess má geta að kórkonur hafa bróderað í hvert umslag og fylgir nál með diskinum.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 20:36
Partí.
Fyrir þá sem mistu af því á síðust æfingu þá er búið að ákveða að hafa partí föstudagskvöld 29.1. Það verður í litla salnum í Hvolnum. Allir koma með eigin drykki og einhvað smá snakk eða snarl.
Við ætlum að horfa á upptökuna af afmælistónleikunum og kanski skoða myndir líka, svo er bara djamm og fjör
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)