20.1.2010 | 20:31
Aðildarlisti
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 07:33
Vorferð til Ísafjarðar
Jæja þá er það ákveðið við förum í ferðina góðu í lok maí. Leggjum af stað fimmtudag 27.5. og komum heim sunnudag 30.5.
Raddformenn hringja í sínar konur í vikulok til að fá skráningu í ferðina þannig að við getum gengið frá hótel og flugi. Munið að makar eru velkomnir með en greiða að sjálfsögðu fullt verð fyrir ferðina.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 16:08
Nótur
Endilega athugið hvort þið eigið nótur með lögunum "Stökur" og "Cyrano" frá fyrri árum og komið þá með þær á næstu æfingu.
Þær sem vilja greiða fyrir geisladiska á reikning kórsins þá á að leggja það inn á fjáröflunarreikninginn sem er nr. 308-13-300967, Kt. 660592-3189. Endilega að skrifa sem skýringu nafn þess sem leggur inn og fjölda diska. Eins má koma með pening á æfingu til Bjarkar gjaldkera.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 20:59
Fréttabréf
Muna á kóræfingum:
Mæta á réttum tíma. Slökkva á farsímum eða setja á Silent ;-) Ekki vera með ilmvatn
Raddæfingar: Kórinn greiðir eina auka raddæfinug hjá Eyrúnu fyrir allar konurnar í kórnum. Verða þær í febrúar Eyrún kemur með plan.
Aðalfundur SS föstudag 26.3.Aftur í ár munum við sjá um aðalfund hjá SS að Laugalandi föstudaginn 23 mars.
Verður þetta með hefðbundnu sniði.
Hádegismatur fyrir stjórnina kl ca 12.00.
Kaffi fyrir fundagesti kl 15.00 í Íþróttarsal
Kvöldverður um 18.30
Söngur kl. Ca. 19.30
Frágangur
Takið kvöldið frá, Jafnvel einhver undirbúningur fimmtudagskvöld.
Skráningarlistar koma seinna.
Vortónleikar.
Við ætlum að vera með eina vortónleika í ár, verða þeir föstudagskvöld 30.4. Ekki búið að ákveða hvar.
Vorferð Kvennakórsins á Ísafjörð.
Áætlað er að fara í vorferð til Ísafjarðar í maí
Annað hvort verður farið frá 13.5. til 16.5. (3 nætur) eða frá 21.5. til 24.5. (3 nætur)
Ferða og gisti kostnaður er áætlaður á ca. 40.000 45.000 kr. á konu og borgar kórinn að minnsta kosti helming, jafnvel meira ef fjárhagur leifir. Farið verður með flugi vestur, við gistum á hótelli á Ísafirði og förum í einhverjar skemmtilegar og fræðandi ferðir um vestfirðina. Reiknum með að halda tvenna tónleika og að sjálfsögðu skemmta okkur rækilega.
Maka eru að sjálfsögðu velkomnir með, en borga allan kostnað af ferðinni sjálfir
Gott væri ef konur gætu látið vita sem fyrst hvort þær ætli með þannig að við getum haldið áfram með að skipuleggja.
Partí.Kórmeðlimir hafa haft orð á því að kominn sé tími til að við skemmtum okkur saman án þess að það sé einhver vinna í kringum það.
Gaman væri að skipuleggja einkvað í Janúar, hrista saman hópinn. Kannski 22 eða 29. Auglýsum hér með eftir hugmyndum og eða skipuleggjendum ;-)
Svo segjum við bara góða skemmtun og vonum að sem flestar geti tekið þátt í þessu öllu.
Stuðkveðja frá Stjórn, stjórnanda, raddformönnum og ferðanefnd ;-)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 20:50
Viðburðardagatal
Jæja þá er viðburðardagatalið komið.
Hlakka til að sjá ykkur á morgunn
Kv. Olga
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2009 | 11:26
Geisladiskur
Þeir sem hafa áhuga á að eignast geisladiskinn Fljóðaljóð með Kvennakórnum Ljósbrá geta sent póst á omargret@simnet.is eða hringt í Margréti Hörpu í síma 868-2543. Geisladiskurinn kostar kr. 1800. Þess má geta að kórkonur hafa bróderað í hvert umslag og fylgir nál með diskinum.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2009 | 12:55
Æfingahelgi 24. og 25. október 2009
Staður: Farfuglaheimilið Laugarvatni, staðsett nánast við hliðina á sundlauginni fyrir þær sem ekki rata. Æft verður á laugardeginu kl. 13-19 og á sunnudegi kl. 10-15.
Verð: Kórinn greiðir fyrir gistinguna. Hver og einn þarf að koma með lak, sængurföt eða svefnpoka. Einnig er hægt að leigja rúmföt á kr. 800. Herbergin eru 3 6 manna og er sturtu- og salernisaðstaða sameiginleg.
Matur: Konur komi sjálfar með nesti fyrir laugardaginn ásamt drykkjarföngum kórinn sér um kaffi/te. Kvöldverður á laugardagskvöldinu kostar kr. 3900 og greiðir hver fyrir sig kvöldverðinn. Kórinn sér um morgunverð og hádegisverð á sunnudeginum.
Muna eftir sundfötum ef við skyldum fara í sund.
Hver rödd þarf svo að koma með skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna.Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 15:41
Súkkulaðibitakökur
Þessar sem við bökuðum fyrir markaðinn.
250 g smjörlíki e. smjör
250 g sykur
250 g púðursykur
2 stk egg
340 g hveiti
2 msk kakó
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1,5 bolli hakkað súkkulaði
Smjörlíki, sykur og púðursykur hrært vel saman, eggjum bætt í og hrært vel. Hveiti, kakó, salt og matarsóti hrært í, ekki hræra lengi, súkkulaði blandað í í lokinn.
Sett á plötur í kúlum baka v 180 °c í ca 8 - 12 mínútur allt eftir hvernig ofinn er
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 22:28
Nýir raddformenn
Það eru komnir nýir raddformenn í millirödd og sópran.
Anna Gunna sem var í millirödd er farinn í náms leifi, Vigdís tekur við af henni.
Hrönn sem hefur verið raddformaður í sópran óskaði eftir því að einhver annar tæki við, það voru svo þær Guðný og Dagbjört sem tóku það að sér.
Við þökkum fráfarandi raddformönnum velunnin störf og óskum þeim nýju velgengni í embættinu
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)