5.10.2010 | 17:51
Aðildarlisti
Listinn yfirfarinn ef einhverjar villur eru ennþá þá látið mig vita. Olga
Tónlist | Breytt 15.10.2010 kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2010 | 14:51
Lög sem við höldum áfram með.
Þau lög sem við ætlum að halda áfram með frá í vor eru:
Rúmbudans (Sway)
Bara hann hangi þurr
Kendu mér að kyssa
Hail holy queen
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2010 | 14:46
Viðburðardagatal.
Smellið á bréfaklemmuna og viðburðardagatalið opnast
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 12:47
Fésbók
Sælar.
Ég er búinn að stofna síðu fyrir okkur á Facebook. Kvennakórinn Ljósbrá. Endilega kíkið og setjið einhvað sniðurt inn þar. Myndir og annað sniðugt vel þegið.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2010 | 08:50
Raddformenn hringi í þá sem voru með fyrir sumarfrí
Sælar.
Ég gleymdi að setja auglýsingu í Búkollu, en sett í staðinn í Dagskránna sem kemur út fimmtudag.
Gott væri ef raddformenn sendi eða hringi til þeirra sem voru með fyrir sumarfrí og tilkynni fyrstu æfingu 21.9.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010 | 15:36
Næsta æfing
Sælar og takk fyrir síðast. Þetta var aldeilis gaman og flott.
Næsta æfing verður þriðjudag 21.9. Sem sé frí 14.9.
Allir mæta 20.30. á Laugalandi.
Nýjar söngkonur velkomnar
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2010 | 09:46
Laugardagur 11.9.2010
Mæting á Goðaland klukkan 19.00, upphitun og æfing
Farið frá Goðalandi 19.45, hljóðprufa í Smáratúni klukkan 20.00
Við verðum ekki í kórkjólum. En samt í einhverju voðalega huggulegu, gjarna litríku ef konur eiga einkvað svoleiðis
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2010 | 22:11
Tónleikar 11.9. með Fjallabræðrum á Hótel Smáratúni
Við ætlum að syngja með Fjallabræðrum laugardaginn 11.9. um kvöldið. Við munum syngja eftirfarandi lög;
Bara að hann hangi þurr
Kenndu mér að kyssa
Sunnan yfir sæinn
Ömmubæn
Dagný
Sway (Rúmbudans)
Svo syngjum við líklega Án þín, með Fjallabræðrum Hlusta á það á geisladisknum okkar.
Allir að rifja upp texta og koma vel undirbúnar á æfingu þriðjudag 7.9. klukkan 19.30 á Laugalandi, auka æfing verður fimmtudag 9.9. klukkan 19.30 þá kemur Gróa og spilar undir.
Mjög áríðandi að allir komi vel undirbúnir og séu búnir að læra texta utanað aftur
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2010 | 18:19
Þegar húmar hausta fer ;-)
Jæja þá fer að koma að því að við byrjum aftur. Við byrjum 7.9. Æfum á Laugalandi fyrir áramót. Raddformenn munu hringja í þær sem voru fyrir sumarfríið. Endilega finnið nýjar "stúlkur" til að taka með ykkur.
Set inn 2 myndir frá Ísafirði. Ef einhverjar eiga góðar yndir endilega smellið þeim inn.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)