Landsmót 2014

Ágætu kvennakórar                                                                               

Á aðalfundi Gígjunnar í október sl. var Landsmótið á Akureyri kynnt stuttlega fyrir fundargestum. Upplýsingar um Landsmótið á Akureyri sem halda á dagana 9. til 11. maí 2014 er að finna inni á síðu KVAK www.kvak.is . Móttaka verður í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 9. maí kl. 15:00.

Búið er að ákveða þemu smiðjanna og staðfesting er komin frá öllum smiðjustjórum.

Norræn kvennakóralög:  Ingibjörg Guðjónsdóttir
Spunasmiðja:  Eyþór Ingi Jónsson
Rokksmiðja:  Sigríður Eyþórsdóttir
Þjóðlagasmiðja:  Guðmundur Óli Gunnarsson
Gígjusmiðja - Lög úr fórum kvennakórsins Gígjunnar á Akureyri og Jakobs Tryggvasonar:  Sigrún Magna Þórsteinsdóttir

 Þegar lög smiðjanna er komin á hreint, verður sent út annað bréf þar sem kórarnir eru beðnir um að velja um smiðju.

Staðfestingargjald er 7.500 kr. á konu og er óafturkræft, það þarf að greiða í síðasta lagi 15. nóvember 2013. Áætlað er að nótnaheftin verði tilbúin til sendingar fljótlega eftir að staðfestingargjald er greitt 

Það lítur út fyrir góða mætingu hingað til Akureyrar næsta vor því margir kórar hafa látið vita að þeir áætli að mæta.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband