Færsluflokkur: Tónlist

Ný og fersk haustbyrjun konur :)

Jæja...mikið var nú gaman að hitta ykkur á fyrstu æfingu vetrarins Whistling

Hér er listi yfir lögin sem við höldum áfram að æfa síðan í fyrra....

You raised me up

Good morning starshine

Build me up buttercup og 

shoop shoop song

svo byrjum við að æfa fullt af nýjum lögum núna á haustönn og vorönn

gaman gaman Wizard

ég set inn seinna ákveðin lagalista fyrir hausttónleika og jólatónleika!!

 Maríanna söngfugl biður að heilsa hinum söngfuglunum Smile


Viðburðardagatal haust 2012

Þá er hægt að kynna sér dagsetningarnar ;-)
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Haustönn byrjar

Jæja þá er sumarið víst búið í bili og kominn tími til að finna fram söngmöppurnar og þurrka rikið af raddböndunum ;-)

Fyrsta æfing er á morgunn þriðjudag 4.9.2012 kl 20.30 í Hvolnum á Hvolsvelli. Framundan er sprellfjörugt prógram, endalaust tjútt og fj´ör svo endilega taktu með þér vinkonu sem hefur áhuga á að vera með okkur :-)

Allir hjartanlega velkomnir til að koma og kíkja

Kveðja Stjórn og stjórnandi


Tónleikar fimmtudag

Mæting í nýja salinn í safnaðarheimilinu á Hellu kl. 13.00 við ætlum að hita upp og renna yfir lögin með undirleikara. Við syngjum bara 2 lög, vetrarnótt og getur verið. Við ætlum að vera í kórkjólunum og lituðum sokkabuxum og skrauti ;-)

Hellubúar mega koma kl. 11 og aðstoða með að raða stólum.


Næst á dagskrá

Æfing þriðjudag 17.4. Kl. 20.00 í Hvolnum við æfum fegurðardrottninguna, getur verid og vetrar nótt.

Muna kökubasar á föstudag allar að vera duglegar að skila kökum ;-)

Allar að koma með 2 kökur takk ;-)

Aðalfundur SS Föstudag, nýr tími !!!

Ath að það verður hitað upp kl. 18.30 þá verða allir að vera mættir:-)

Þær sem eiga að vinna sjá skjal um hvernær þær eiga að mæta.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

SS Aðalfundur Föstudag 23.3.

Við ætlum að syngja

Fegurðardrottninguna
Vetrarnótt
Good morning starshine
Lean on me
Getur verið

Við syngjum í kórkólum og skrauti ;-)

Þær sem ætla bara að syngja mæta kl 18.30. við hitum upp, berum þá fram súpu og stefnum á að syngja kl. 19.30. En það velltur auðvita aðeins á því hvernær fundurinn er búinn :-)


Góu gleði laugardag 17.3.

Allar að mæta í littla salinn í Hvolnum kl. 19.45.
Við syngjum 20.30
Við ætlum ekki að vera í kórkjölum en gjarna einhvað fancy frá 1950 til 80 ;-)

Syngjum Fegurðardrottninguna ásamt tvemur textum sem Margrét Tryggva kom með.

Kv. Olga


Næsta æfing 13. mars

Allar að mæta kl. 19:30 á næstu æfingu.  Hitum okkur upp og förum svo á Kirkjuhvol og syngjum nokkur lög.  Verðum svo komnar aftur í Hvolinn kl. 20:30 til að æfa.  Þá verður opin æfing og er öllum sem hafa áhuga frjálst að koma og kynna sér starfið okkar, endilega látið það berast og hvetjið fólk til að kíkja við hjá okkur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband