Aðalfundi frestað.

Sælar og takk fyrir í kvöld. Vildi bara segja þeim sem ekki voru á æfingu í kvöld að aðalfundi og skemmtikvöldi sem átti að vera fimmtudag 9.10 hefur verið aflýst í bili. Nánari upplýsingar um hvað við gerum seinna í vikunni. Kveðja Olga.

Lagalisti :)

Hér er lagalisti yfir lög sem við æfum í vetur. Sum æfum við núna í byrjun haustannar...önnur verða æfð meira eftir áramót...svo koma bráðum jólalög...dingling Whistling

ég er kominn heim

hvítu máfar

Waterloo

í grænum mó

söngurinn okkar

vinamál

frelsi ég finn

i will follow him

lollipop

chapel of love

all I have to do

svo rifjum við upp gömul og góð:

Good morning starshine

mister sandman

lean on me

java jive 

 


Æfingar hefjast 9.9.2014

Jæja dömur þá fer að líða að fyrstu æfingu haustsins ;-) Við ættlum að vera í Hvolnum núna fyrir áramót og byrjum nk. þriðjudag 9.9. kl 20.30 þetta verður opinn æfing og allir eru velkomnir til að kíkja og kynna sér starf vetursins :-) Við hvetjum líka allar til að taka með sér nýja meðlimi ;-)

LAndsmót ;-)

Nú eru bara nokkrir dagar  í landsmótið og við erum orðnar mjög spenntar að fá ykkur allar hingað til Akureyrar og hlökkum til að eyða næstu helgi með ykkur í söng og gleði.

 

Á móttökunni í Hofi á föstudaginn munu tengiliðir kóranna taka á móti ykkur og vera ykkur innan handar við að sýna ykkur Hof og finna aðstöðuna ykkar þar.

 

Söngsmiðjurnar eru á fimm stöðum í bænum. Skipulagðar ferðir verða frá Hofi (Rokk- og Þjóðlagasmiðja) og Skipagötu (Madrigalasmiðja) strax eftir söngsmiðjurnar báða dagana í hádegisverð í Íþróttahöllinni. Best væri að nýta þær rútur sem kórarnir koma á norður til þessara flutninga. Því biðjum við ykkur sem koma með rútu að hafa samband við okkur sem fyrst.

 

Minnið konurnar ykkar á hagnýt atriði eins og að;

  • koma með kórbúningana
  • muna eftir og merkja vel söngheftin sín
  • vera með vatnsflösku á sér
  • ekki vera með verðmæti í Hofi þar sem öll aðstaða er opin.

 

Óvissuferðin verður innan bæjarmarka Akureyrar og utandyra að mestu leyti. Gott er að hafa með sér hlýjan fatnað og góða skó og vonumst við til að sem flestar taki þátt í henni. Þetta verður svolítið rölt, þó ekki langt, en það væri afar gott að vita ef einhverjar þurfa að láta keyra sig á milli.

 

Ekki má gleyma galakjólnum / partýdressinu fyrir hátíðarkvöldverðinn en einnig verður hægt að koma við í miðbæ Akureyrar og á Glerártorgi og versla sér inn fyrir kvöldið.

 


Landsmót

http://kvak.is/dagskra-landsmots-2014/ á þessari slóð er hægt að sjá Dagskrá Landsmótsins og einnig t.d. hvað við fáum að borða ;-)

Muna að hafa með sér hlýjan fatnað fyrir óvissuferð og sparigallann fyrir laugardagskvöldi.

Svo þarf að hafa bæði söngbækur og nótnahefti landsmóts með í för líka ;-)

Rútan fer frá N1 Hvolsvelli kl. 10.00 fimmtudagsmorgunn, ég hvet ykkur til að vera komnar tímanlega svo ekki verði töf á brottför ;-) áætluð brottför frá Olís Hellu kl 10.15 og þar eiga allir líka að mæta tímanlega takk ;-)

 

 


Breyttur æfingartími

Sælar, æfing þriðjudag 1.4. fellur niður við æfum í staðinn á morgunn mánudag 31.4. alt mætir kl 19.30 hinar kl. 20.30

Kv Olga 


Hér eru mætinga tímar fyrir aðalfund SS föstudag 21.3.

Þið getið séð skjalið með því að smella á bréfaklemmuna
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta æfing

Það er ekki æfing á þriðjudag 18.3. heldur æfum við miðvikudag 19.3. kl 20.00 á Goðalandi í Fljótshlíð. Að lokinni æfingu röðum við borðum og dúkum fyrir föstudaginn :-)

 

Kv. Olga. 


Hrökkbrauð Valgerðar

Sælar og takk fyrir síðast

 

Það voru nokkrar sem voru að spá í hrökkbrauðs uppskriftina.

 Hana er að sjálfsögðu að finna í útileguhandbókinni okkar góðu ;) 

 en fyrir þær sem eiga enn eftir að fjárfesta í einni slíkri þá kemur uppskriftin hér:

 

Hrökkbrauð

1 dl. hörfræ

1 dl. sólblómafræ

1 dl. sesamfræ

1 dl. graskersfræ

1 dl. gróft haframjöl

3 ½ dl. heilhveiti/ spelt til helminga, eða bara spelt, eða bara heilhveiti

1 tsk. salt

1¼ dl. olía

2 dl. vatn

 

 Allt er sett saman í skál. Síðan er smjörpappír settur á bökunarplötu, ofan á hann fer allt maukið (mér finnst gott að skipta þessu á tvær plötur, reyni að hafa þetta þunnt). Annað blað af smjörpappír er sett yfir og maukið rúllað út með kökukefli. Skera í hæfilega stóra teninga með pizzuhjóli eða hníf. Strá parmesanosti, kúmeni eða grófu salti yfir. Bakið í 10-15 mín. í 200°C ofni.

 

bestu kveðjur,

Valgerður

 Vera svo duglegar að selja útileguhandbók í vor ;-)


Æfingardegi aflýst.

Sælar. Vegna veikinda kórstjóra er æfingardegi á morgunn aflýst.

 

Kv. Olga 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband