Æfingahelgi 24. og 25. október 2009

Staður:  Farfuglaheimilið Laugarvatni, staðsett nánast við hliðina á sundlauginni fyrir þær sem ekki rata.  Æft verður á laugardeginu kl. 13-19  og á sunnudegi kl. 10-15.

 

Verð:  Kórinn greiðir fyrir gistinguna.  Hver og einn þarf að koma með lak, sængurföt eða svefnpoka.  Einnig er hægt að leigja rúmföt á kr. 800. Herbergin eru 3 – 6 manna og er sturtu- og salernisaðstaða sameiginleg.

 

Matur:  Konur komi sjálfar með nesti fyrir laugardaginn ásamt drykkjarföngum – kórinn sér um kaffi/te.  Kvöldverður á laugardagskvöldinu kostar kr. 3900 og greiðir hver fyrir sig kvöldverðinn.  Kórinn sér um morgunverð og hádegisverð á sunnudeginum.

 

Muna eftir sundfötum ef  við skyldum fara í sund.

 Hver rödd þarf svo að koma með skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband