Reiðtúrinn.

Hinn árlegi reiðtúr var sem áður sagt farinn 25. ágúst og heppnaðist mjög vel.

Lagt var af stað frá Kálfholti laust fyrir klukkan 14. í mjög góðu veðri og var haldið í átt að Þykkvabæ (er svo illa að mér í öllu sem hefur með landafræði og áttir að gera að þetta er besta ferðalýsing sem ég get galdrað fram Blush En hvar sem við nú vorum og fórum var náttúran falleg, veðrið til fyrirmynda og kaffið heitt.

Á leiðinni þurfti að ríða yfir læk og valdi "höfundurinn" að fara í trússara bílin, þar sem henni fannst nú vera ansi mikið í læknum og er algjör viðvaningur í þessari sport, og var það bara besta mál.

Svo var riðið áfram framhjá Sandhólaferju og niður með Þjórsá þar sem hestum og knöpum var snúið við og haldið heim á leið.

Það þurfti að sjálfsögðu að fara aftur yfir lækinn og "höfundurinn" þóttist nú vera orðin það vön á baki að þetta ætti nú ekki að vera mikið mál, en hesturinn var ekki alveg sammála og hefði örugglega helst vilja fara yfir án knapa, því hann hnaut um stein og losaði sig við "farangurinn" sem stakkst alveg á bólakaf í ískaldan lækinn. Meðferðalangar hafa sjaldan eða aldrei séð neinn svona rosalega snöggan að spretta á fætur og koma sér á þurrt aftur.

Svo var bara að skipta um föt og koma sér á bak aftur og klára ferðina heim í Kálfholt þar sem tekið var á móti okkur með dýrindis kræsingum. 

Við þökkum Eyrúni og Dengsa fyrir stórkostlega skemmtilegan dag og kvöld.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband