15.8.2007 | 20:36
Reiðtúrinn góði.
Jæja dömur mínar, þá styttist í það, bara tæplega tvær vikur í fjörið.
Skipulag ferðarinnar er á eftirfarandi leið:
Riðið verður frá Kálfholti (Eyrúnu) kl. 13:00 laugardaginn 25.8. Sjálfur reiðtúrinn er ca. 4 klst. og svo er að sjálfsögðu grill og fjör í Kálfholti þegar við komum til baka (um 17 - 18 leitið allt eftir því hvað við dettum oft af baki .
Verðið er 3500 kr. ef þú ert sjálf með hest (eða ætlar bara að koma í grillið) en 5500 kr. ef þú þarft að fá lánaðan hest.
Raddformenn munu hringja og taka niður skráningar, mun loka frestur til að skrá sig vera mánudaginn 20.8. hjá raddformönnum.
Hlakka til að sjá sem flestar hvort sem það er til hests eða bara í grill.
Athugasemdir
Hlakka til að sjá ykkur sem flestar í reiðtúrnum - það verður sko fjör, ekki satt? Kveðja, Margrét Harpa
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, 21.8.2007 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.