Fréttir af aðalfundi 2014

Sælar skvísur og takk fyrir síðast þær sem mættu á aðalfund.

Stjórn gaf kost á sér áfram nema Anna Guðrún Jónsdóttir.  Anna Kristín Guðjónsdóttir gaf kost á sér í staðin og var kosin með lófaklappi.

Margt áhugavert var rætt undir liðnum önnur mál, m.a. þetta:

Æfingartími:  Eigum við að byrja fyrr á kvöldin og hætta þá fyrr? T.d. kl. 20-22 (raddæfingar byrja þá kl. 19).  Munum gera könnun á þessu fljótlega og athuga hvað hentar best svo endilega hugsið málið.

Utanlandsferð vorið 2016:  Hafa konur áhuga á að fara út með kórnum vorið 2016?  Vorum að hugsa um Svíþjóð þar sem Maríanna hefur tengsl þar.  Þurfum að ákveða þetta fljótlega eftir áramót svo hægt sé að undirbúa fjáröflun.  Reynum að hafa þetta þannig að kórinn borgi sem mest fyrir hverja og eins, en ef það á að vera hægt þurfa allir að vera tilbúnir í fjáröflun.  Rætt var einnig að ef einhver hefur ekki áhuga á að vera í fjáröflun væri líka möguleiki á að sú myndi bara greiða meira í ferðinni sjálf úr eigin vasa.  Endilega hugsið málið og myndið ykkur skoðun, förum ekki af stað með undirbúning nema meirihlutinn sé til í þetta :)  Svo var líka rætt að það væri nú alltaf gaman að ferðast líka innanlands.

Landsmót 2017 á Ísafirði:  Ákveðið að panta semifína gistingu þar, sjáum til hversu grand við verðum á þeirri ferð (fer eftir því hvort farið verður út árinu áður).

Fjáröflun: Svo viljum við biðja ykkur að vera vakandi fyrir fjáröflunarverkefnum fyrir kórinn. Ef þið heyrið af einhverju sem kórinn getur tekið að sér, hvort sem er að syngja (t.d. á árshátíðum og fundum) eða vinna við eitthvað skemmtilegt.

F.h. stjórnar,

Margrét Harpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð utanlandsferð og vil taka þátt í fjáröflun. Er einnig búin að hugsa um tímann á kóræfingunum og tilbúin að kjósa um hann. Kveðja, Hafdís María.

Hafdís María (IP-tala skráð) 12.11.2014 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband