6.5.2014 | 09:39
LAndsmót ;-)
Nú eru bara nokkrir dagar í landsmótið og við erum orðnar mjög spenntar að fá ykkur allar hingað til Akureyrar og hlökkum til að eyða næstu helgi með ykkur í söng og gleði.
Á móttökunni í Hofi á föstudaginn munu tengiliðir kóranna taka á móti ykkur og vera ykkur innan handar við að sýna ykkur Hof og finna aðstöðuna ykkar þar.
Söngsmiðjurnar eru á fimm stöðum í bænum. Skipulagðar ferðir verða frá Hofi (Rokk- og Þjóðlagasmiðja) og Skipagötu (Madrigalasmiðja) strax eftir söngsmiðjurnar báða dagana í hádegisverð í Íþróttahöllinni. Best væri að nýta þær rútur sem kórarnir koma á norður til þessara flutninga. Því biðjum við ykkur sem koma með rútu að hafa samband við okkur sem fyrst.
Minnið konurnar ykkar á hagnýt atriði eins og að;
- koma með kórbúningana
- muna eftir og merkja vel söngheftin sín
- vera með vatnsflösku á sér
- ekki vera með verðmæti í Hofi þar sem öll aðstaða er opin.
Óvissuferðin verður innan bæjarmarka Akureyrar og utandyra að mestu leyti. Gott er að hafa með sér hlýjan fatnað og góða skó og vonumst við til að sem flestar taki þátt í henni. Þetta verður svolítið rölt, þó ekki langt, en það væri afar gott að vita ef einhverjar þurfa að láta keyra sig á milli.
Ekki má gleyma galakjólnum / partýdressinu fyrir hátíðarkvöldverðinn en einnig verður hægt að koma við í miðbæ Akureyrar og á Glerártorgi og versla sér inn fyrir kvöldið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.