Hrökkbrauð Valgerðar

Sælar og takk fyrir síðast

 

Það voru nokkrar sem voru að spá í hrökkbrauðs uppskriftina.

 Hana er að sjálfsögðu að finna í útileguhandbókinni okkar góðu ;) 

 en fyrir þær sem eiga enn eftir að fjárfesta í einni slíkri þá kemur uppskriftin hér:

 

Hrökkbrauð

1 dl. hörfræ

1 dl. sólblómafræ

1 dl. sesamfræ

1 dl. graskersfræ

1 dl. gróft haframjöl

3 ½ dl. heilhveiti/ spelt til helminga, eða bara spelt, eða bara heilhveiti

1 tsk. salt

1¼ dl. olía

2 dl. vatn

 

 Allt er sett saman í skál. Síðan er smjörpappír settur á bökunarplötu, ofan á hann fer allt maukið (mér finnst gott að skipta þessu á tvær plötur, reyni að hafa þetta þunnt). Annað blað af smjörpappír er sett yfir og maukið rúllað út með kökukefli. Skera í hæfilega stóra teninga með pizzuhjóli eða hníf. Strá parmesanosti, kúmeni eða grófu salti yfir. Bakið í 10-15 mín. í 200°C ofni.

 

bestu kveðjur,

Valgerður

 Vera svo duglegar að selja útileguhandbók í vor ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband