16.8.2011 | 21:13
Undirbúningur æfingaaðstöðu á Hellu
Endilega skoðið neðangreint og mætið þegar og ef þið getið. Ef eitthvað er óljóst má hafa samband við Guðbjörgu prest, hún heldur utanum þetta:
Sæl og blessuð öll!
Þakka góð viðbrögð við síðasta bréfi.
Nú er að koma betri mynd á skipulag vinnunnar við salinn.
Búið er að flota stóra salinn og á morgun mun Þorsteinn Ragnarsson rykbinda gólfið, þó fyrirvarinn sé stuttur þá vildum við athuga hvort mögulega séu einhverjir tveir á lausu í fyrramálið við að aðstoða hann.
Næstu skref eru á þessa leið og höfum við sett niður hvaða félög við óskum sérstaklega eftir í verkin og er það í samræmi við hvað þau félög sem búin eru að hafa samband hafa boðist til að gera.
Á miðvikudag er hægt að byrja á þrifum á salnum, veggjum og lofti.
Spasla í veggina.
Mála gluggana.
Á fimmtudag og föstudag er hægt að mála og laga veggina.
Sömuleiðis að aðstoða við að flytja og forfæra húsgöng í salinn.
Við þessa vinnu vildum við sérstaklega biðja Samkórinn, Kvennakórinn, Leikfélagið og Kvenfélagið Unni að aðstoða við.
Á miðvikudag verður einhver í salnum frá kl. 17:00. Ef einhverjir vildu byrja fyrr er hægt að hafa samband við mig, ég verð hérna á skrifstofunni alltaf eitthvað þessa daga, sömuleiðis við Þorstein Ragnarsson í síma 897 5912.
Í næstu viku stefnum við á að hefja smíðavinnu undir verkstjórn Braga Gunnarssonar og vildum við óska eftir aðstoð Harmonikufélagsins og Karlakórsins við það. Þeir sem geta gengið í þá vinnu væri best að heyra i Braga í síma 487 5812.
Varðandi gardínur þá vildum við biðja þau sem sérstaka hæfni og áhuga hafa á þeim málum að hafa samband við Heiðrúnu Ólafsdóttur í síma 846 7030 og aðstoða við að taka mál vegna gardínustanga, velja efni og sauma.
Þegar veður leyfir vildum við óska eftir aðstoð við að mála stafna á vestur og austuhluta hússins og væri gott að fá aðstoð Ungmannafélagsins Heklu við það.
Með mikilli tilhlökkun um gott og farsælt samstarf
kveðjur
Guðbjörg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.