11.4.2010 | 22:37
Hér er ferðaplan fyrir ísafjörð
Flug = 17,130,- Flogið á fimmtudag 27.5 kl.08:40 og heim sunnudag 30.5 Kl. 13:20
Hótel= gisting í tveggja manna herbergi með morgunmat og kostar 21.000 á mann
Ferðir= Ráðgert er að fara í ferð á fimmtudag og myndi rúta þá sækja okkur á flugvöllinn og fara með okkur í c.a. 6 tíma ferð : innan í sviga er bréf frá rútu fyrirtækinu ( Nú er ég loksins búin að skipuleggja 5-6 tíma ferð með ykkur það er þessi 3 tíma ferð sem Vesturferðir buðu þér í henni er Ósvör, Hólmskirkja, safn í Neðstakaupstað á Ísafirði.
En við þetta tvinnaði ég skoðun á Náttúrugripasafninu, Dúkkusafninu Flateyri, elstu Bókabúðina, Víkingaslóðir á Þingeyri þar verður sett fyrir ykkur leikrit gísla sögu súrsonar.
Svo eigum við möguleika á því að skoða á heimleið elstu vélsmiðju hér sem er orðin bara safn og þessi pakki mun taka 5-6 tíma og verð miðað við 30-40 manns mun kosta 6,500 per mann.
Allt innifalið rúta og söfn Kv. Trausti Magnús)
Vorum við að spá í að halda stutta tónleika í þessarri ferð.
Á föstudagskvöld er svo ætlunin að halda tónleika á Ísafirði.
Svo gætum við farið út í Vigur á laugardag , það tekur c.a. 3 tíma og kostar 5800,- . Svo er matur um kvöldið og horfum á eurovision. Matur kostar c.a. 4500 - 5500
Er þá kostnaðurinn í kringum 55 56.000.- En konur þurfa þá að sjá sér fyrir öllum mat á fimmtudag og föstudag.
Flug+gisting=38,130,-
Ferðir=12,300,-
Matur=c.a. 5500,-
Samtal 55,930,-
Og endilega muna að senda Nafn og kennitölu á reginar69@msn.com sem allra fyrst.
Kv. Regína
Athugasemdir
Glæsilegt!
Melkorka (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.