Fréttabréf

Muna á kóræfingum:

Mæta á réttum tíma. Slökkva á farsímum eða setja á Silent ;-) Ekki vera með ilmvatn  

Raddæfingar: Kórinn greiðir eina auka raddæfinug hjá Eyrúnu fyrir allar konurnar í kórnum. Verða þær í febrúar Eyrún kemur með plan.

 Aðalfundur SS föstudag 26.3.

Aftur í ár munum við sjá um aðalfund hjá SS að Laugalandi föstudaginn 23 mars.

Verður þetta með hefðbundnu sniði.

Hádegismatur fyrir stjórnina kl ca 12.00.

Kaffi fyrir fundagesti kl 15.00 í Íþróttarsal

Kvöldverður um 18.30

Söngur kl. Ca. 19.30

Frágangur

Takið kvöldið frá, Jafnvel einhver undirbúningur fimmtudagskvöld.

Skráningarlistar koma seinna.

 

 Vortónleikar.

Við ætlum að vera með eina vortónleika í ár, verða þeir föstudagskvöld 30.4. Ekki búið að ákveða hvar.

 

  Vorferð Kvennakórsins á Ísafjörð.

Áætlað er að fara í vorferð til Ísafjarðar í maí

 

Annað hvort verður farið frá 13.5. til 16.5. (3 nætur) eða frá 21.5. til 24.5. (3 nætur)

 

Ferða og gisti kostnaður er áætlaður á ca. 40.000 – 45.000 kr. á konu og borgar kórinn að minnsta kosti helming, jafnvel meira ef fjárhagur leifir.  Farið verður með flugi vestur, við gistum á hótelli á Ísafirði og förum í einhverjar skemmtilegar og fræðandi ferðir um vestfirðina. Reiknum með að halda tvenna tónleika og að sjálfsögðu skemmta okkur rækilega.

 

Maka eru að sjálfsögðu velkomnir með, en borga allan kostnað af ferðinni sjálfir

 

Gott væri ef konur gætu látið vita sem fyrst hvort þær ætli með þannig að við getum haldið áfram með að skipuleggja.

 Partí.

Kórmeðlimir hafa haft orð á því að kominn sé tími til að við skemmtum okkur saman án þess að það sé einhver “vinna” í kringum það.

Gaman væri að skipuleggja einkvað í Janúar, hrista saman hópinn. Kannski 22 eða 29. Auglýsum hér með eftir hugmyndum og eða skipuleggjendum ;-)

 

Svo segjum við bara góða skemmtun og vonum að sem flestar geti tekið þátt í þessu öllu.

Stuðkveðja frá Stjórn, stjórnanda, raddformönnum og ferðanefnd ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband