Olga Mörk Valsdóttir
Kvennakórinn Ljósbrá starfar í Rangárvallasýslu. Í kórnum eru um það bil 40 konur úr allri sýslunni. Kórinn hefur verið starfandi í 20 ár. Stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir. Kórinn æfir alltaf á þriðjudagskvöldum. Tvisvar á önn eru haldnir æfingadagar. Ávallt eru haldnir vortónleikar og einnig jólatónleikar í samvinnu við aðra kóra í sýslunni. Kórinn hlaut Menningarverðlaun Sunnlenska fréttablaðsins og Töðugjalda sumarið 2006. Þá fórum við einnig í okkar fyrstu utanlandsferð til Austurríkis í júní 2006 og þótti það vel heppnuð ferð. Myndir úr ferðinni eru í albúmi. Kórinn gaf út geisladiskinn Fljóðaljóð haustið 2009 og er hann í sölu hjá kórkonum.